Starfshópur um framtíðarlegu Sundabrautar

Hugmyndir um Sundabraut.
Hugmyndir um Sundabraut. Tölvuteiknuð mynd/ONNO

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra hef­ur falið Vega­gerðinni að leiða vinnu starfs­hóps til að end­ur­meta og skoða tvo fýsi­lega kosti um legu Sunda­braut­ar og gera til­lögu að framtíðarlausn sem fest yrði í skipu­lagi. Í hópn­um munu sitja full­trú­ar Reykja­vík­ur­borg­ar, SSH og Faxa­flóa­hafn­ar auk Vega­gerðar­inn­ar. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu.

Verk­efnið felst í að end­ur­meta þá tvo kosti sem starfs­hóp­ur um Sunda­braut á veg­um rík­is­ins og Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu (SSH) taldi fýsi­leg­asta í skýrslu sinni sem kynnt var í júlí í fyrra. Það eru jarðgöng yfir í Gufu­nes og lág­brú sem þver­ar hafn­ar­svæðið við Klepps­vík. Fyrri kost­ur­inn er fram­kvæm­an­leg­ur án þess að hafa áhrif á starf­semi Sunda­hafn­ar. Fram kom í skýrsl­unni að reyn­ist mögu­legt að færa starf­semi Sunda­hafn­ar væri lág­brú ódýr­asti kost­ur­inn og sá sem hentaði flest­um ferðamát­um.

Í báðum til­vik­um lagði starfs­hóp­ur­inn til að þess­ir val­kost­ir yrðu end­ur­metn­ir og út­færðir til hlít­ar með til­lit til breyttra for­senda um legu þess­ara sam­göngu­teng­inga. Leitað verði leiða til að lækka fram­kvæmda­kostnað við göng­in, end­ur­skoða teng­ing­ar þeirra við hafn­ar­svæðið, og við Sæ­braut og Gufu­nes til að há­marka þann fjölda sem myndi aka göng­in í stað annarra leiða. Sam­hliða verði hug­mynd­ir um lág­brú end­ur­skoðaðar, mis­mun­andi út­færsl­ur á brú skoðaðar sem lík­legt er að sátt ná­ist um og hægt að hrinda í fram­kvæmd á viðun­andi tíma.

Mark­mið verk­efn­is­ins nú er að und­ir­búa ákvörðun um það hvaða leið verði far­in við upp­bygg­ingu Sunda­braut­ar og eiga sam­ráð við helstu hags­munaaðila og fyr­ir­tæki á svæðinu. Starfs­hóp­ur­inn á að skila niður­stöðum sín­um fyr­ir lok ág­úst­mánaðar og þá eiga liggja fyr­ir nauðsyn­leg­ar upp­lýs­ing­ar til þess að taka ákvörðun um legu Sunda­braut­ar frá Sæ­braut að Vest­ur­lands­vegi í Kollaf­irði, sem fest yrði í skipu­lagi.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að verk­efni hóps­ins verði einkum tvíþætt:

  1. End­ur­meta hönn­un og legu Sunda­braut­ar og gera nýtt kostnaðarmat fyr­ir báða val­kosti. Leggja skal fram ný frumdrög fyr­ir báðar fram­kvæmd­ir og taka mið af upp­bygg­ingaráform­um í sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins.
  2. Greina val­kosti fyr­ir breytt skipu­lag Sunda­hafn­ar ef lág­brú yrði fyr­ir val­inu. Vinna þarf mat á áhrif­um á um­ferð, um­hverf­isþætt, nærum­hverfi, at­vinnu­starf­semi og þró­un­ar­mögu­leika Sunda­hafn­ar.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert