Stendur ekki og fellur með opnun landamæra

Frá upplýsingafundi dagsins.
Frá upplýsingafundi dagsins. Ljósmynd/Lögreglan

Ferðamennskan hér á landi stendur ekki og fellur með því hvort landamæri Ísland verði opnuð eða ekki, enda nánast engin ferðamennska í heiminum eins og staðan er í dag. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Hann bætti því við að það skipti einnig máli hvað önnur lönd geri.

Eins og staðan er í dag þurfa allir sem koma hingað að fara í tveggja sóttkví og gildir það til 15. maí. 

Framhaldið að því loknu er til skoðunar en að því vinna sóttvarnalæknir, heilbrigðisyfirvöld og hagsmunaaðilar. Þórólfur skilar minnisblaði um framhaldið og gerir það vel fyrir 15. maí.

„Sóttvarnalæknir verður fyrst og fremst að taka tillit til heilsufarslegra sjónarmiða,“ sagði Þórólfur.

Sóttvarnalæknir sagði að það þyrfti að skoða það vel ef lönd ættu að vinna saman varðandi ferðalög í náinni framtíð. Hann minnti á að skimun sé mismikil eftir löndum og benti á að Svíar hafi til að mynda skimað mjög lítið miðað við aðrar Norðurlandaþjóðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert