Útlit fyrir miklar uppsagnir

Fjöldi manns var alla daga í fyrra við helstu áningarstaði …
Fjöldi manns var alla daga í fyrra við helstu áningarstaði landsins, mbl.is/Ómar Óskarsson

„Búið er að aflétta heilmikilli óvissu. Nú geta menn farið að skipuleggja sig miðað við þetta,“ segir Kristófer Oliversson, forstjóri Center hótela og formaður FHG - Fyrirtækja í hótel-
og gistiþjónustu, þegar leitað var álits hans á þriðja aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna afleiðinga kórónuveirunnar.

Segir Kristófer að fyrirtækin hafi ekki getað gripið til neinna ráða vegna þess að ekki hafi verið vitað hvað væri framundan. „Nú getum við brugðist við og farið í nauðsynlegar aðgerðir og unnið að því að koma fyrirtækjunum í dvala þar til úr rætist.“

Einnig eru hótelmenn ánægðir með fyrirhugaða einföldun reglna um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja enda sé það alger forsenda þess að fyrirtækin komist í skjól.

Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir að aðgerðirnar hjálpi stjórnendum að taka þær ákvarðanir sem þeir verði að taka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert