Airport Associates hefur ákveðið að segja upp 131 starfsmanni frá og með deginum í dag.
Fyrirtækið veitir flugafgreiðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Þar þjónustar félagið um 20 flugfélög.
„Fyrirtækið harmar að þurfa að grípa til svo róttækra aðgerða en vonast til að geta endurráðið í þessi störf svo fljótt sem kostur er,“ segir í tilkynningu.