1.450 manns misst vinnuna í 31 hópuppsögn

„Þetta eru skuggalegar tölur,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, um …
„Þetta eru skuggalegar tölur,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, um fjölda hópuppsagna sem tilkynntar hafa verið til stofnunarinnar síðustu tvo daga. Ljósmynd/Lögreglan

Síðasta sólarhring hefur 31 fyrirtæki tilkynnt um hópuppsögn til Vinnumálastofnunar og ná þær til  1.420-1.450 starfsmanna. Þetta staðfest­ir Unn­ur Sverr­is­dótt­ir, for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar, í sam­tali við mbl.is.

Frétt­ir af hópupp­sögn­um hjá fyr­ir­tækj­um í ferðaþjón­ustu hafa hrann­ast inn síðustu tvo daga. Meðal fyr­ir­tækja sem hafa sagt upp stór­um hluta starfs­fólk, eða jafn­vel öllu starfs­fólki sínu, eru Arctic Advent­ur­es, Hót­el Saga, Gray Line og Kynn­is­ferðir, svo ekki sé minnst á Icelanda­ir sem sagði upp 2.000 starfs­mönn­um í fyrradag.

„Þetta er næstum því óraunverulegt“

„Þetta eykur ekki svo rosalega álagið hjá okkur, þetta fólk fer inn á uppsagnarfrestinn sinn áður en það kemur til okkar endanlega,“ segir Unnur og býst hún því við stórauknu álagi hjá stofnuninni eftir um það bil þrjá mánuði. „Ef ekkert hefur ræst úr, sem við vonum náttúrulega að gerist, við höldum í þá von. En þetta eru skuggalegar tölur.“

Fjöldi á atvinnuleysisskrá nálgast óðum 60.000 manns en Unnur segir að frekari tölur um fjöldann muni liggja fyrir eftir fyrstu vikuna í maí. 

„Þetta er næstum því óraunverulegt,“ segir Unnur sem á von frekari tilkynningum um hópuppsagnir áður en deginum lýkur þar sem um síðasta dag mánaðarins er að ræða.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert