Breytir miklu fyrir starfsemi Hjálpræðishersins

Fjölbreytt starfsemi Hjálpræðishersins verður í nýja húsinu á Suðurlandsbraut 72-74.
Fjölbreytt starfsemi Hjálpræðishersins verður í nýja húsinu á Suðurlandsbraut 72-74. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hús Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut, nýi Herkastalinn, er að taka á sig mynd. Hann er klæddur að utan með plötum, með fjórum mismunandi rauðum litum og af mismunandi stærðum. Setur húsið þannig svip á umhverfið.

„Framkvæmdirnar ganga ljómandi vel,“ segir Ingvi Kristinn Skjaldarson, flokksforingi í Hjálpræðishernum í Reykjavík. Iðnaðarmenn eru komnir vel á veg með að klæða húsið að utan, byrjað er á dúklagningu, að klæða loft og vinna í innréttingum. Úti um allt hús eru iðnaðarmenn að störfum.

Einhverjir smiðir þurftu að fara í einangrun vegna kórónuveirunnar en faraldurinn hefur þó ekki tafið framkvæmdir að ráði. Ingvi segir þó að aðeins lengri tíma taki að fá nauðsynlegt efni til framkvæmdarinnar.

Ingvi segir að lagt hafi verið upp með að byggja vandað hús. Það eigi að standa í hundrað ár og vísar til þess að Herkastalinn við Kirkjustræti var notaður í meira en öld, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert