Dýrahræ af Suðurlandi brennd í ofni

Sorpa mun framvegis ekki taka við úrgangi frá Suðurlandi.
Sorpa mun framvegis ekki taka við úrgangi frá Suðurlandi. mbl.is/Styrmir Kári

Sorpstöð Rangárvallasýslu bs. hefur í hyggju að koma upp brennsluofni á urðunarstaðnum á Strönd í Rangárþingi ytra fyrir dýrahræ og aðrar dýraleifar frá sveitarfélögum og einkaaðilum á Suðurlandi.

Afkastageta ofnsins verður allt að 4.000 tonn á ári, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Áformin eru til kynningar hjá Skipulagsstofnun. Í matskynningu kemur fram að undanfarin ár hafi dýrahræ á Suðurlandi farið til brennslu í Kölku í Reykjanesbæ eða til urðunar í Álfsnesi. Með ákvörðun stjórnar Sorpu bs. um að hætta að taka við úrgangi frá Suðurlandi til urðunar í Álfsnesi og með breyttum áherslum hjá Kölku sé ljóst að þessar förgunarleiðir séu ekki lengur fyrir hendi. Aukinheldur uppfylli urðun dýrahræja ekki þær kröfur sem gerðar eru í lögum og reglugerðum.

„Fyrirhuguð uppsetning á brennsluofni á Strönd er liður í lausn á þeim bráða vanda sem skapast hefur af þessum sökum,“ segir í matskynningunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert