Hagnaður hjá Akraneskaupstað

Frá Akranesi.
Frá Akranesi.

Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar árið 2019 var jákvæð um 655 milljónir króna, sem er 301 milljón króna betri afkoma en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun ársins með viðaukum.

Það skýrist fyrst og fremst af auknum útsvarstekjum og fasteignaskatti, að því er fram kemur í frétt frá bænum. Ársreikningur Akraneskaupstaðar fyrir árið 2019 var lagður fram í bæjarráði þriðjudaginn 14. apríl síðastliðinn og var vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness sem fór fram hinn 28. apríl, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þar kemur fram að skatttekjur voru 282 milljónum króna meiri en árið áður. Framlög Jöfnunarsjóðs lækkuðu um 22 m.kr. frá fyrra ári. Aðrar tekjur jukust um 140 milljónir króna á milli ára. Fjármagnsliðir hækka um 81 m.kr. sem skýrist að stærstum hluta af auknum arðgreiðslum af eignarhlutum og hærri vaxtatekjum af innistæðum í banka. Heildareignir í lok árs námu samtals 15.038 milljónum króna og jukust um 846 milljónir milli ára. Helstu framkvæmdir í fyrra voru þjónustumiðstöð aldraðra, 303 milljónir, og fimleikahús, 281 milljón. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert