Minni notkun vegna hlýinda og loðnubrests

Raforkunotkun minnkaði vegna hlýinda í fyrra.
Raforkunotkun minnkaði vegna hlýinda í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Raforkunotkun landsmanna minnkaði á síðasta ári. Er það óvenjulegt því aukning hefur verið flest ár hingað til. Formaður raforkuhóps orkuspárnefndar segir að aðstæður á árinu skýri samdráttinn að mestu leyti.

Raforkuvinnsla í landinu nam samtals 19.489 gígavattstundum á árinu 2019 og minnkaði um 341 GWst eða um 1,7% frá árinu á undan. Samdrátturinn varð bæði í almennri notkun og hjá stórnotendum. Raforkunotkun hefur aukist ár frá ári en þó er ekki langt síðan ár komu með samdrætti. Nefna má árið 2016 en þá varð mikill samdráttur í loðnuvinnslu. Þá varð samdráttur á árunum 2009 og 2010 vegna samdráttar í hagkerfinu í kjölfar bankahrunsins.

Fram kemur í yfirliti raforkuhóps orkuspárnefndar að raforkunotkun stórnotenda minnkaði mest við álframleiðslu. Meginástæða þess var rekstrarvandamál hjá álverinu í Straumsvík. Eins og fram kom á þeim tíma þurfti að hætta framleiðslu í einum kerskála vegna vandamála um mitt ár. Einnig varð samdráttur hjá öðrum stórnotendum en á móti jókst raforkunotkun gagnavera.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert