Öllum mótum íslenskra hesta í Evrópu aflýst

Ekki gefst tækifæri í ár að veifa íslenska fánanum á …
Ekki gefst tækifæri í ár að veifa íslenska fánanum á hestamótum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Kórónuveiran hefur sett stórt strik í reikninginn hjá hestafólki hér og erlendis. Öllum mótum og viðburðum sem Feif, alþjóðasamtök um íslenska hestinn, höfðu skipulagt í sumar hefur verið aflýst.

Bann við samkomum hefur sums staðar verið svo strangt að hestamenn hafa ekki einu sinni mátt ríða út.

„Eins og hjá mörgum öðrum hefur þetta haft mikil áhrif á starf með íslenska hestinn. Víða á meginlandinu má fólk ekki einu sinni ríða út vegna samkomubanns og þeir einir hafa aðgang að hesthúsum sem annast daglega hirðingu hestanna,“ segir Gunnar Sturluson, forseti Feif.

Ástandið hefur einnig haft áhrif á hestamenn hér á landi. Þótt þeir hafi getað riðið út hefur lokun reiðhalla sett strik í reikninginn við þjálfun hesta, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál i Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert