Sólfarið við Sæbraut verður sýrubaðað, fægt og bónað

Sólfarið tekið í gegn.
Sólfarið tekið í gegn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sólfarið, eftir Jón Gunnar Árnason, vekur mikla athygli þar sem það stendur við Sæbraut í Reykjavík.

Fjöldi ferðamanna var þar daglega við að taka myndir af verkinu og sjálfum sér, áður en tók fyrir ferðamannastrauminn.

Vinna er hafin við að laga listaverkið. Fyrsta skrefið er að laga frostskemmdir. Því næst verður verkið sýruþvegið, fægt og bónað. Áætlað er að vinna við lagfæringarnar standi til 1. júní.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert