Áfengissala rýkur upp

Beðið eftir því að komast inn í vínbúð.
Beðið eftir því að komast inn í vínbúð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikil aukning var á sölu áfengis í Vínbúðunum í nýliðnum aprílmánuði borið saman við sama mánuð í fyrra. Alls nam söluaukningin rétt tæpum 28%.

Tölur frá ÁTVR sýna að allt í allt seldust 2.167 þúsund lítrar fyrstu 29 dagana í apríl borið saman við 1.697 þúsund lítra á sama tímabili árið 2019.

Stöðug aukning hefur verið í sölu í Vínbúðunum í ár en fyrir skemmstu greindi Morgunblaðið frá því að salan jókst um 7,9% fyrstu þrjá mánuði ársins. Salan tók greinilega mikinn kipp í apríl og má gera ráð fyrir að þar komi fram áhrif samkomubanns og breyttra lífshátta landsmanna.

Á sama tíma má greina að sala á áfengi í komuverslun Fríhafnarinnar í Leifsstöð hefur algerlega hrunið í apríl. Samdráttur í lítrum talið nemur alls 98% miðað við sama mánuð í fyrra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert