Gagnrýnir Storytel

AFP

Umsvif hljóðbókarisans Storytel margfölduðust á íslenskum markaði milli áranna 2018 og 2019. Námu rekstrartekjur fyrirtækisins yfir hálfum milljarði í fyrra.

Það sem skilgreint er sem „erlendur kostnaður“ dró afkomu félagsins niður um ríflega 150 milljónir. Forstjóri Pennans gagnrýnir fyrirtækið í bréfi til ráðamanna og segir félagið skjóta sér undan skattgreiðslum hér á landi. Það sé óþolandi á sama tíma og það þiggi styrki frá ríkinu til starfsemi sinnar sem hann segir í raun ekki útgáfustarf heldur smásölu.

Höfundarréttargreiðslur Storytel á nýliðnu ári námu meira en 250 milljónum króna og jukust um ríflega 160 milljónir milli ára.

Storytel Iceland er að fullu í eigu Storytel AB en markaðsvirði þess í sænsku kauphöllinni hleypur á hundruðum milljarða íslenskra króna, að því er fram kemur í umfjöllun um umsvif fyrirtækisins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert