Hvetur þjóðina áfram

Dóra les Morgunblaðið hvern dag.
Dóra les Morgunblaðið hvern dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Dóra Ólafsdóttir, sem er 107 ára gömul og elst Íslendinga, hafði samband við Morgunblaðið í gær og vildi hvetja íslensku þjóðina með erindi úr ljóði Gríms Thomsen, Á fætur.

Táp og fjör og frískir menn

finnast hér á landi enn,

þéttir á velli og þéttir í lund,

þrautgóðir á raunastund.

Djúp og blá

blíðum hjá

brosa drósum hvarmaljós;

norðurstranda stuðlaberg

stendur enn á gömlum merg.

Dóra er dyggur lesandi Morgunblaðsins, fylgist vel með þjóðmálum og hefur skoðun á þeim. „Við eigum ekki að samþykkja þriðja orkupakkann,“ sagði hún ákveðið þegar rætt var við hana í tilefni af 107 ára afmæli hennar 6. júlí 2019.

Dóra fæddist í Sigtúnum á Kljáströnd í Grýtubakkahreppi í Suður-Þingeyjarsýslu. Hún var talsímavörður á Akureyri frá 1936 til 1978, en flutti suður þegar hún var 100 ára. Dóra býr nú á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík.

gudni@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert