Saknað í eitt og hálft ár

Sean Aloysius Marius Bradley.
Sean Aloysius Marius Bradley. Ljósmynd/Lögreglan

Sean Aloysius Marius Bradley, 63 ára íslensks fyrrverandi fiðluleikara hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands til margra ára, hefur verið saknað í meira en eitt og hálft ár. Þetta kemur fram á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Lögreglan á Suðurlandi lýsti eftir Sean í síðasta mánuði.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru það vinir hans á Íslandi sem hvöttu fjölskyldu hans í Bretlandi til að láta lýsa eftir honum. Hann hafði verið í samskiptum við vini sína hérlendis á samfélagsmiðlum og sagt þeim að hann hefði farið til Spánar með íslenskri vinkonu sinni. Þá sem þekktu hann hérlendis fór hins vegar að gruna að einhver annar væri að eiga samskipti við þá undir hans nafni.

Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögregluna ekki geta staðfest að Sean hafi farið til Spánar. Hann átti bókað f lug í tiltekna vél til Spánar og f lugsætið var notað en lögreglan vill ekki staðfesta að það hafi verið hann sem notaði sætið. Þá hefur ekkert sést til hans á Spáni. 

Hér er hægt að lesa ítarlega frétt Fréttablaðsins um hvarf Seans og viðtal við Odd Árnason. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert