Skólasameining misheppnaðist

Hvassaleitisskóli endurheimtir sitt nafn frá og með næsta hausti.
Hvassaleitisskóli endurheimtir sitt nafn frá og með næsta hausti. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Samþykkt hefur verið í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur að starfseiningar Háaleitisskóla, annars vegar starfsstöðin í Álftamýri og hins vegar í Hvassaleiti, verði aðgreindar að nýju í tvo grunnskóla frá og með skólaárinu 2020-2021.

Í bókun fulltrúa meirihlutans kemur m.a. fram að á síðasta áratug hafi verið ráðist í sameiningar ýmissa starfsstöðva í borginni af faglegum og fjárhagslegum ástæðum m.a. til að bregðast við afleiðingum fjármálahrunsins. „Sumar þessara sameininga hafa gengið vel en í öðrum tilvikum hafa sameiningar ekki náð markmiðum sínum. Það á við um Háaleitisskóla þar sem landfræðileg fjarlægð og lágt stjórnunarhlutfall hefur sett starfseminni verulegar skorður.“

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Álftamýrarskóli verður eftir sem áður fyrir nemendur í 1.-10. bekk og Hvassaleitisskóli fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Nemendur Hvassaleitisskóla sæki 8.-10. bekk í Réttarholtsskóla sem verði safnskóli á unglingastigi fyrir þrjá skóla í stað tveggja eins og verið hefur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert