Tólf milljarða bótagreiðslur

Vinnumálastofnun.
Vinnumálastofnun. mbl.is/​Hari

„Þetta er langt umfram það sem maður hefði getað ímyndað sér. Maður hefði líka aldrei trúað því að flugvélafloti heimsins yrði kyrr vikum saman,“ sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.

Alls munu um 55 þúsund manns fá greiðslur frá stofnuninni um þessi mánaðamót. „Okkur reiknast til að þetta séu um það bil tólf milljarðar um þessi mánaðamót,“ sagði Unnur. Þessi mánaðamót eru þau langþyngstu sem komið hafa nokkru sinni hjá Vinnumálastofnun.

Tilkynningar um hópuppsagnir bárust frá 51 fyrirtæki í apríl og vörðuðu þær 4.210 starfsmenn, þar af 2.140 hjá Icelandair. Þessar tölur geta mögulega hækkað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert