Vantar 50 milljarða í bæjarsjóðina

Ráðhús Reykjavíkur. Sveitarstjórnarfólk sér fyrir sér mikil vandræði við rekstur …
Ráðhús Reykjavíkur. Sveitarstjórnarfólk sér fyrir sér mikil vandræði við rekstur á næstu árum vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirunnar mbl.is/​Hari

Áætlað er að röska 50 milljarða vanti upp á að sveitarfélögin nái endum saman á þessu ári og því næsta, umfram það sem núverandi fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir, samkvæmt útreikningum sviðsstjóra hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Er þá miðað við 10% atvinnuleysi bæði árin.

Verði atvinnuleysið meira getur fjármögnunarþörf sveitarfélaganna orðið tæpir 65 milljarðar kr. Ljóst er að sveitarfélög landsins munu tapa miklum tekjum í ár og á næsta ári, að minnsta kosti, vegna efnahagserfiðleika í kjölfar kórónuveirufaraldursins og verða fyrir auknum útgjöldum. Ýmsir útreikningar hafa verið gerðir á því.

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu áætla kostnaðinn 137 þúsund krónur á hvert mannsbarn í landinu og verður heildarupphæðin því nærri 50 milljörðum, eins og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Reykjavíkurborg áætlar að fjárþörf hennar einnar verði 39 milljarðar þessi tvö ár, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert