Vonast til að sýkingin sé yfirstaðin

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar.

Staðfest er að 105 íbúar Vestmannaeyja smituðust af kórónuveirunni í stórri hópsýkingu sem þar er nú að mestu gengin yfir. Aðeins einn er nú í einangrun. Ellefu eru enn í sóttkví en alls hafa rúmlega 600 þurft að fara í sóttkví á þessu tímabili, þar með taldir nokkrir tugir vegna dvalar erlendis.

Leifar erfðaefnis veirunnar hafa greinst áfram í nokkrum einstaklingum, eftir að einangrun var lokið. Ekkert sýni greindist jákvætt á landinu öllu síðasta sólarhring þrátt fyrir að 840 sýni hafi verið tekin.

„Ég er nokkuð bjartsýnn núna á að þetta sé yfirstaðið en mikilvægt er að við séum áfram á varðbergi,“ segir Hjörtur Kristjánsson, umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi, spurður að því hvernig staðan sé í baráttunni við veiruna í Eyjum.

Upphaf hópsýkingarinnar er helst rakið til handboltaleikja sem fjöldi Eyjamanna sótti á höfuðborgarsvæðinu í byrjun mars. Grunur er um að þannig hafi veiran borist inn á nokkur heimili í Vestmannaeyjum á svipuðum tíma og síðan komið nokkur 2. og 3. kynslóðar smit í kjölfarið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert