Flytja hagnað ekki úr landi

Stefán Hjörleifsson
Stefán Hjörleifsson mbl.is/Kristinn Magnússon

„Nei, það er alveg af og frá,“ segir Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi, spurður um staðhæfingar Ingimars Jónssonar, forstjóra Pennans, um að hljóðbókaframleiðandinn stundi það að flytja hagnað úr landi til að halda skattgreiðslum til íslenskra yfirvalda í lágmarki og þiggi á sama tíma styrki frá ríkinu.

Sagt var frá ásökunum Ingimars í Morgunblaðinu í gær. Benti hann m.a. á erlendan kostnað Storytel hér á landi 2019 en hann hefði enginn verið 2018. „Erlendi kostnaðurinn er vegna forritunar appsins og líkra hluta sem eru gríðarlega kostnaðarsamir,“ segir Stefán. Varðandi rekstrarárið 2018 segir hann:

„Það er nú bara einfaldlega þannig að við vorum studdir af fyrirtækinu þá [Storytel AB í Svíþjóð] og við vorum ekki farin að skila hagnaði. Það byrjar yfirleitt svoleiðis á þessum mörkuðum okkar en síðan tökum við bara fullan þátt í kostnaði. Þetta er bæði kostnaður vegna tæknimála og framleiðslu markaðsefnis, sem er meira og minna framleitt erlendis.“

Styrkina sem Ingimar gagnrýndi að Storytel Iceland fengi frá ríkissjóði segir Stefán endurgreiðslur vegna kostnaðar við framleiðslu efnis. Storytel framleiði mikið af hljóðbókum hér á landi og sæki um endurgreiðslur vegna kostnaðar eins og aðrir útgefendur sem gefi út efni á íslensku, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert