Hjólreiðafólkið vaknað úr vetrardvalanum

Hjólreiðafólk á Suðurnesjum.
Hjólreiðafólk á Suðurnesjum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allt frá því að líkamsræktarstöðunum var lokað hafa landsmenn verið duglegir að hreyfa sig utandyra.

Göngu- og hjólastígar hafa verið nýttir til hins ýtrasta og hefur mörgum jafnvel þótt nóg um.

Nú þegar sólin er byrjuð að láta sjá sig verða enn fleiri á ferðinni. Það er enda sá tími þegar fólk fer inn í geymslu og tekur reiðhjólið fram, dustar rykið af hnakknum, setur loft í dekkin og þeysist af stað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert