Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið gaf í gær út neyðarleyfi fyrir notkun á lyfinu Remdesivir við meðferð sjúklinga með COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur.
Tilraunir með lyfið benda til þess að það stytti bataferlið um allt að fjóra daga. Von er á þessu lyfi til Íslands innan 10 daga, til meðhöndlunar fyrir þá sem eru alvarlega veikir af COVID-19 sjúkdómnum.
Þetta staðfestir Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómalækningum. „Þetta er fagnaðarefni og mjög góðar fréttir,“ segir hann í Morgunblaðinu í dag.
Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur gefið út neyðarleyfi fyrir notkun á lyfinu remedesivir við meðferð sjúklinga með COVID-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Tilraunir með lyfið benda til þess að það stytti bataferli sjúklinga um allt að fjóra daga. Leyfið gildir aðeins á meðan faraldurinn stendur yfir en heilbrigðisyfirvöld gætu gefið fullt leyfi fyrir notkun lyfsins komi í ljós frekari virkni gegn veirunni. The Wall Street Journal greinir frá.
Remdesivir er veirulyf sem þróað var og prófað sem meðferð við ebóla-veiru. Og er það lyf sem hvað flestar tilraunir hafa verið gerðar með í tengslum við kórónuveiruna. Remdesvir er jafnframt fyrsta lyfið sem virðist gagnast að ráði við meðferð sjúklinga sem glíma við COVID-19.