Ákæra fyrir skilasvik fer aftur fyrir héraðsdóm

Skúli Gunnar Sigfússon og Sveinn Andri Sveinsson hafa tekist hart …
Skúli Gunnar Sigfússon og Sveinn Andri Sveinsson hafa tekist hart á í tengslum við uppgjör á þrotabúi EK1923. Samsett mynd

Ákæra héraðssaksóknara gegn Skúla Gunnari Sigfússyni, Guðmundi Hjaltasyni og Guðmundi Sigurðssyni fyrir skilasvik fer aftur fyrir héraðsdóm eftir að Landsréttur felldi úrskurð um frávísun úr gildi.

Málið gegn þremenningunum var höfðað í kjölfar þess að skiptastjóri þrotabús EK1923, Sveinn Andri Sveinsson, kærði þá til héraðssaksóknara fyrir að hafa skert rétt lánadrottna félagsins í aðdraganda þess að félagið EK1923 var tekið til gjaldþrotaskipta.

Ákærunni var vísað frá dómi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í byrjun aprílmánaðar þar sem talið var að lagaheimild hafi brostið til útgáfu ákærunnar. Við það tækifæri sendi Skúli Gunnar frá sér yfirlýsingu þar sem hann talaði um „handarbaksvinnubrögð“ Sveins Andra.

Landsréttur taldi hins vegar enga ágalla vera á kæru málsins þannig að það gæti varðað frávísun. Úrskurðurinn um frávísun var því felldur úr gildi og lagt fyrir héraðsdóm að taka málið aftur til efnislegrar meðferðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka