Forsætisráðherra ávarpar þjóðina í kvöld

mbl.is/Kristinn Magnússon

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ávarpa þjóðina í kvöld vegna kórónuveirufaraldursins, en ávarpið hefst klukkan 19:45 og verður sýnt á RÚV. Katrín ætlar að fara yfir stöðuna vegna faraldursins og það sem fram undan er.

Reglur um samkomubann verða rýmkaðar á miðnætti, en á morgun verður heimilt fyrir 50 manns að koma saman í einu rými í stað 20. Þá verður skólastarf aftur með hefðbundnum hætti og ýmis starfsemi getur hafist að nýju, eins og starfsemi hárgreiðslustofa og nuddstofa. Tveggja metra reglan verður hins vegar áfram í gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert