Alls hafa 26 manns sótt um starf hafnarstjóra Faxaflóahafna. Listi yfir umsækjendur hefur verið birtur á vef Faxaflóahafna og eru umsækjendur eftirfarandi:
Nú tekur við ferli við að meta og velja úr umsækjendum í samræmi við samþykkt stjórnar á dögunum, undir verkstjórn ráðningarstofu Hagvangs í samvinnu við hæfnisnefndina, að því er fram kemur á vef Faxaflóahafna.
Gísli Gíslason hafnarstjóri sagði starfi sínu lausu í febrúar. „Ég verð 65 ára gamall á árinu og því góður tími til að taka lokasprettinn á vinnumarkaðnum,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið þá.