Björgunarsveit var kölluð út vegna fólks sem var í vanda statt á Fjarðarheiði skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld. Sveitin fann á heiðinni sjö bíla fasta sem nú hafa verið losaðir, auk þess sem snjóruðningsbíll hefur rutt veginn til byggðar.
Þetta segir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við mbl.is.
Fjöldi útkalla hefur verið á Akureyri nú seint í kvöld vegna foks en fyrr í dag höfðu sveitir verið kallaðar út til aðstoðar á Dalvík og Ólafsfirði.