Hóflega bjartsýn að verkfalli verði afstýrt

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Að öllu óbreyttu hefst verkfall félagsmanna Eflingar í Kópavogi, á Seltjarn­ar­nesi og fleiri sveit­ar­fé­lög­um á hádegi á morgun. Verk­fallið mun taka til fólks sem sér um ræst­ing­ar í fjór­um af 21 leik­skóla og fjór­um af níu grunn­skól­um í Kópa­vogi og ljóst þykir að þeir munu þurfa að loka fljót­lega aft­ur eft­ir að eðli­legt skóla­hald hefst.

Tilslökun á samkomubanni hér á landi tók gildi á miðnætti og eru engar takmarkanir á starfsemi leik- og grunnskóla.

„Ég ætla ekki að spá neinu,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við mbl.is. Samninganefnd Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga funda í húsakynnum ríkissáttasemjara síðdegis. Ljóst er að ef ekki næst til lands á þeim fundi hefst verkfall á morgun.

„Við förum þarna inn og vonum að eitthvað gerist. Ég ætla að vera hóflega bjartsýn,“ segir Sólveig Anna.

Verk­fallið er boðað hjá Kópa­vogs­bæ, Seltjarn­ar­nes­bæ, Mos­fells­bæ, Hvera­gerðisbæ og Sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi. Það hófst í síðasta mánuði en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

Efl­ing krefst þess að fá sams kon­ar samn­ing og fé­lagið gerði við Reykja­vík­ur­borg, fyr­ir sömu störf. Efl­ing hef­ur einnig náð fram sam­bæri­legri leiðrétt­ingu í samn­ing­um við ríkið og Fax­flóa­hafn­ir. Samn­inga­nefnd Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga býður sama samn­ing og samið hef­ur verið um við Starfs­greina­sam­band Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka