Verslun IKEA í Kauptúni verður opnuð í dag í fyrsta sinn frá 23. mars og hlakkar starfsfólk mikið til að mæta aftur til vinnu, að sögn Stefáns Rúnars Dagssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi.
Strik er þó í reikningnum en svo margir hafa pantað vörur hjá IKEA og ekki sótt þær að erfitt er að opna verslunina þar sem ekki verður þverfótað fyrir ósóttum pöntunum.
Miklar ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja öryggi viðskiptavina og starfsmanna og uppfylla sóttvarnareglur. Versluninni hefur til að mynda verið skipt upp í svæði og mega einungis 50 manns vera á hverju svæði. Starfsmenn fylgjast með hverju svæði, segir Stefán Dagur.
Til að byrja með verður veitingastaður IKEA lokaður en bakaríið og pylsu- og íssalan á neðri hæð opin.