Ótímabundið verkfall 260-270 félagsmanna Eflingar, sem vinna hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ og Sveitarfélaginu Ölfusi, hefst kl. 12.00 í dag. Verkfallið hefur áhrif á fjóra grunnskóla og fjóra leikskóla í Kópavogi, þar sem starfsfólk Eflingar sér um þrif.
Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ er allt ræstingafólk Kársnesskóla, Álfhólsskóla, Kópavogsskóla og Salaskóla í Eflingu. Húsnæði þessara skóla verður lokað á morgun ef samningar nást ekki.
Leikskólarnir Furugrund, Fífusalir, Rjúpnahæð og Kópasteinn verða opnir í dag en þeim verður, líkt og grunnskólunum, lokað á morgun.
Starfsmenn sem sinna þrifum á bæjarskrifstofum og menningarhúsum Kópavogs eru í Eflingu. Menningarhús verða lokuð eins og verið hefur í samkomubanni verði ekki samið.
Velferðarsvið
36 félagsmenn Eflingar sem sinna heimaþjónustu fara í ótímabundið verkfall. Sótt verður um undanþágu fyrir einn starfsmann heimaþjónustu sem mun sinna brýnustu þjónustu við skjólstæðinga en almenn aðstoð við þrif og heimilishald fellur niður. Þjónusta í Dvöl, athvarfi fyrir geðfatla, fellur einnig niður.
Sótt verður um undanþágu vegna starfsmanna í sértækri heimaþjónustu, sem sinna nauðsynlegum daglegum stuðningi við einstaklinga í heimahúsum.
Einnig verður sótt um undanþágu fyrir félagsmenn Eflingar sem starfa í Roðasölum 1, sem er hjúkrunarsambýli og sérhæfð dagþjálfun fyrir aldraða með heilabilun og þá sem starfa í búsetuúrræði fyrir geðfatlaða í Hörðukór.
Umhverfissvið
Eftirfarandi þjónusta á vegum umhverfissviðs mun skerðast í verkfalli Eflingar: