Heimilt að láta vinna uppsagnarfrest

Ótrauðir halda verkamenn áfram störfum þótt úti kulni við vetrarkomu.
Ótrauðir halda verkamenn áfram störfum þótt úti kulni við vetrarkomu. mbl.is/Golli

Gengið verður út frá venjulegum skyldum launþega gagnvart vinnuveitanda á uppsagnarfresti í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um greiðslu ríkisins á hluta launakostnaðar fyrirtækja á uppsagnarfresti starfsfólks.

Forseti Alþýðusambands Íslands segir að eðli málsins samkvæmt ættu fyrirtæki sem nýta sér þessa leið að hafa verulega takmarkaða eða enga starfsemi og að skoða þurfi hvort eðlilegt sé að láta starfsfólk vinna uppsagnarfrest undir þeim kringumstæðum.

Í síðasta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar kom fram að til viðbótar við hlutabótaleiðina gætu fyrirtæki sem orðið hafa fyrir að lágmarki 75% tekjufalli og sjá fram á áframhaldandi tekjufall að minnsta kosti út þetta ár sótt um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Von er á frumvarpi þess efnis um miðjan þennan mánuð, en samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu er gengið út frá venjulegum skyldum launþega gagnvart vinnuveitanda á uppsagnarfresti. Þannig geta fyrirtæki farið fram á að starfsfólk vinni uppsagnarfrest.

„Nú breytist staðan hjá þessu fólki að því leyti að það fer út úr hlutabótaleiðinni og fer að vinna 100% vinnu fyrir sinn atvinnurekanda og ef ekki hefur ræst úr verður það svo atvinnulaust í kjölfarið,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert