Hús rís upp úr „holu íslenskra fræða“

Hús íslenskunnar rís nú á Melunum í Vesturbæ Reykjavíkur.
Hús íslenskunnar rís nú á Melunum í Vesturbæ Reykjavíkur. Ljósmynd/Framkvæmdasýsla ríkisins

Framkvæmdir við Hús íslenskunnar hafa gengið vel það sem af er ári og eru á áætlun. Vont veður dró heldur úr framkvæmdahraða í lok síðasta árs og fram í mars en undanfarnar vikur hefur fyrsta hæð hússins tekið á sig mynd og sporöskjulaga form byggingarinnar farið að sýna sig.

Að því er fram kemur á vef Framkvæmdasýslu ríkisins er fyrsta hæðin svo til fullsteypt og unnið er að því að járnbinda gólfplötu annarrar hæðar.

Húsi íslenskunnar er ætlað að vera fullbyggt haustið 2023, en þá verður starfsemi Árnastofnunar og íslenskudeildar Háskóla Íslands flutt í bygginguna.

Eins og margir muna gekk framkvæmd þessi lengi undir nafninu „hola íslenskra fræða“ sökum þess hve lengi grunnur hennar stóð óhreyfður. Samningur um byggingu hússins var undirritaður í ágúst síðastliðnum og framkvæmdir hófust í kjölfarið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert