Litla-Hvít og Litla-Grá flytja í júní

Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grá munu flytja í ný heimkynni í júní. Um er að ræða sérhannað griðarsvæði í Klettsvík sem er fyrsta sinnar tegundar fyrir mjaldra í heiminum. 

Mjaldrarnir, sem voru sýningardýr í ellefu ár, komu til Vestmannaeyja 19. júní í fyrra og hafa dvalið í sérstakri umönnunarlaug í Þekkingasetri Vestmannaeyja síðan. Upphaflega stóð til að mjaldrarnir myndu dvelja í lauginni í nokkrar vikur en aðlögunarferlið hefur tekið mun lengri tíma. Nú liggur fyrir að systurnar flytji í júní að því er segir í tilkynningu frá Sea Life Trust, en umönnunarteymi á vegum góðgerðasamtakanna sér um að annast mjaldrana. 

„Litla Grá og Litla Hvít hafa náð undraverðum árangri frá því þær komu til okkar á síðasta ári. Við getum sagt með bros á vör að þær eru nú tilbúnar að flytja í sitt náttúrulega umhverfi í nýjum heimkynnum,“ er haft eftir Audrey Padgett, framkvæmdastjóra Sea Life Trust, í tilkynningu. 

Litla-Hvít og Litla-Grá snúa aftur í náttúrleg heimkynni sín í …
Litla-Hvít og Litla-Grá snúa aftur í náttúrleg heimkynni sín í júní þegar þeim verður sleppt á griðarstað í náttúrunni, þann fyrsta sinnar tegundar.

Hvalirnir hafa verið undirbúnir fyrir íslenskt veður og sjólag auk þess þarf að venja þá við gróður og dýralíf sem bíður þeirra í nýjum heimkynnum. Einnig hefur staðið yfir undirbúningur fyrir flutninginn sjálfan og þann búnað sem nýttur verður til verksins.

Heimildarmynd um ferðalagið væntanleg

Padgett segir að þar sem íslensk stjórnvöld munu draga úr takmörkunum vegna COVID-19 faraldursins á næstu vikum sjái teymið ekkert því til fyrirstöðu að gera það sem er Litlu Grá og Litlu Hvít fyrir bestu og færa þær í ný heimkynni sín.

Flutningurinn frá hvalalauginni á Heimaey út í kvína í Klettsvík, sem nær yfir 32.000 fermetra svæði sem er allt að tíu metra djúpt, markar endann á tríu þúsund kílómetra ferðalagi hvalanna aftur út í sjó. Ferðalaginu verður gerð ítarleg skil í heimildarmynd  sem sýnd verður á bresku sjónvarpsstöðinni ITV seinna á árinu þar sem dýravinurinn og grínistinn John Biship fer yfir ferðalagið í máli og myndum.

Nýju heimkynni mjaldranna eru í Klettsvík í Vestmannaeyjum.
Nýju heimkynni mjaldranna eru í Klettsvík í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Sea Life Trust
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert