Mun meiri smithætta í ræktinni en sundi

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Alma Möller landlæknir.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Alma Möller landlæknir. Ljósmynd/Lögreglan

Einhverjar fjöldatakmarkanir verða í sundlaugum þegar þær opna, eins og stefnt er að, 18. maí. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur að mun meiri smithætta sé í líkamsræktarstöðvum en sundlaugum.

Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna í dag.

„Mitt mat er það að líkamsræktarstöðvar eru allt öðruvísi,“ sagði Þórólfur þegar hann var spurður um muninn á smithættu í sundlaugum og líkamsræktarstöðvum. 

Hann sagði að það væri miklu meiri nánd í ræktinni og fleiri snertifletir sem erfiðara væri að þrífa.

„Í sundi kemur fólk saman í búningsklefa og klórinn drepur veiruna eða hún þrífst ekki þar,“ sagði Þórólfur og ítrekaði að áhættan væri að hans mati mun minni í sundi.

Þórólfur benti á að stefnt væri að því að opna líkamsræktarstöðvar viku síðar en sundlaugar og það væri ekki mikill tími. Hann kvaðst þó skilja pirring fólks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert