Næsta skref í afléttingu 25. maí

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Næstu skref í afléttingum á samkomutakmörkunum verða 25. maí en þá verður til að mynda hægt að opna líkamsræktarstöðvar, með ákveðnum skilyrðum.

Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag vegna kórónuveiru.

Þórólfur sagði að hægt yrði að aflétta takmörkunum hraðar ef vel gengi að hemja faraldurinn. Okkur hefði gengið vel að hemja faraldurinn til þessa og því hefði þessi dagsetning verið ákveðin en ekkert nýtt smit kórónuveiru hefur greinst síðustu þrjá daga.

Sóttvarnalæknir sagði að ekki hefði verið ákveðið hversu margir mættu koma saman við næsta skref í afléttingunni en talað hefur verið um 100 einstaklinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert