Rýrnun jökla lesin af loftmyndum

Öræfajökull. Sumarið 2019 var íslensku jöklunum einkar óhagstætt
Öræfajökull. Sumarið 2019 var íslensku jöklunum einkar óhagstætt mbl.is/RAX

Fjórtán íslenskir jöklar, víða um land, minnkuðu undantekningarlaust á tímabilinu 1945-1960. Frá 1960 til 1994 voru þeir nærri jafnvægi eða að stækka en frá 1994 til 2010 rýrnuðu jöklarnir mjög hratt.

Eftir það hægði á rýrnuninni til muna og Öræfajökull bætti meira að segja við sig. Tímabili hægari rýrnunar lauk sumarið 2019 sem var íslenskum jöklum einkar óhagstætt.

Þetta kemur fram í grein eftir Joaquín Muñoz-Cobo Belart í nýjasta fréttabréfi Jöklarannsóknafélags Íslands. Hann flutti erindi um afkomu jöklanna og breytilega svörun þeirra við loftslagsbreytingum á vorfundi Jöklarannsóknafélagsins í gærkvöld. Fjarfundurinn var sendur út á jorfi.is.

Yfirlitið um jöklabreytingarnar er byggt á miklu magni fjarkönnunargagna. Meginuppistaða þeirra er safn loftmynda í fórum Landmælinga Íslands, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert