Samningar í uppnámi

Tveir lánasamningar Icelandair Group eru í uppnámi vegna þess að félagið hefur ekki getað staðið við tiltekin ákvæði þeirra. Heildarskuldbindingar tengdar samningunum nema 93 milljónum dollara, jafnvirði 13,7 milljarða króna.

Samningarnir eru skilgreindir sem langtímafjármögnun hjá félaginu en vegna stöðunnar sem upp er komin neyðist félagið til að bókfæra skuldbindingarnar sem skammtímakröfur á hendur því, að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag.

Í árshlutareikningi félagsins er ekki tilgreint hvaða ákvæði samninganna eru í uppnámi. Þar er hins vegar gefið upp að þeir séu á gjalddaga 2024. Í fyrra tók félagið 80 milljóna dollara lán hjá Landsbanka Íslands til fimm ára með veði í 10 flugvélarskrokkum og var það gert til þess að greiða inn á skuldabréf sem komið var í uppnám þar sem félagið gat ekki staðið við alla skilmála þess.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert