Styttist í vegabætur á Veiðileysuhálsi

Djúpavík. Núverandi vegur um byggðina getur verið hættulegur.
Djúpavík. Núverandi vegur um byggðina getur verið hættulegur. Ljósmynd/Helga Aðalgeirsdóttir

Bættar vegasamgöngur hafa lengi verið helsta baráttumál íbúa í Árneshreppi og í fimm ára vegáætlun 2019-2023 er 400 milljóna króna fjárveiting til Strandavegar um Veiðileysuháls, sem skiptist til helminga á árin 2022 og 2023.

Vegagerðin hefur nú lagt fram tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmdanna og er hún aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar.

Fyrirhugað er að breyta legu vegarins á 11,8 kílómetra kafla sem nær frá Kráku í Veiðileysufirði að Kjósará innst í Reykjafirði, en eldri vegarkafli er 11,6 kílómetrar. Vegurinn verður lagður bundnu slitlagi og fer hæst í 250 metra hæð. Strandavegi er ekki haldið opnum yfir háveturinn á kaflanum frá Bjarnarfirði að Gjögri og er Veiðileysuháls helsti farartálminn á þeirri leið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert