Eitt tonn af ryki á viku

Ryk í Hvalfjarðargöngum er stórt vandamál.
Ryk í Hvalfjarðargöngum er stórt vandamál. mbl.is/Árni Sæberg

Ryk í Hvalfjarðargöngunum er stórt vandamál. Rykið kemur fyrst og fremst á veturna og orsakast af sliti á malbiki, til dæmis vegna nagladekkja. Talið er að eitt tonn af ryki geti losnað úr malbiki á einni viku á naglatímanum.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Þvegið tvisvar sinnum oftar

„Almenn grunnregla er að þvo og sópa ryki í göngum fremur en að blása því. Blásararnir í göngunum blása að vísu fínasta rykinu, sótmenguninni, en mikið síður stærri kornum sem bílar þyrla upp en detta svo fljótt niður,“ segir á vefnum. Þar fer Gísli Ei­ríks­son, for­stöðumaður jarðganga­deild­ar Vega­gerðar­inn­ar, yfir helstu end­ur­bæt­ur sem ráðist hef­ur verið í síðasta eina og hálfa árið. List­inn er lang­ur og ljóst að starfs­menn Vega­gerðar­inn­ar hafa ekki setið auðum hönd­um.

Eftir að Vegagerðin tók við rekstri ganganna var ákveðið að þvo meira en gert hafði verið og minnka heldur blástur. Núna eru göngin þvegin fjórum sinnum á ári, mismikið í hvert sinn, í stað tvisvar sinnum áður. Yfir 100 rúmmetrar af vatni hafa verið notaðir í hverjum þvotti.

Í vetur var farið með sérstakan götusóp með kraftmikilli ryksugu í göngin vikulega. Sópnum er ekið fram og til baka og báðar akreinar sópaðar. Samkvæmt vigt bílsins nær hann upp meira en hálfu tonni í hvert sinn.

Göng­in voru ekki ljós­leiðara­tengd þrátt fyr­ir búnað

Þegar Vega­gerðin tók við rekstri gang­anna kom í ljós að göng­in voru ekki tengd við um­hverfi með ljós­leiðara þrátt fyr­ir að ljós­leiðara­streng­ir lægju í gegn um þau. „Þetta kom kom aðeins á óvart, til  dæm­is voru göng und­ir Breiðadals- og Botns­heiði tengd við stjórn­stöð Vega­gerðar­inn­ar á Ísaf­irði árið 1996 um ljós­leiðara.“

Í stað þess voru göng­in tengd við Akra­nes á sér­stöku ör­bylgju­sam­bandi sem er sagt lítið notað í dag. Vega­gerðin tengdi göng­in strax við ljós­leiðara­kerfi á Hval­fjarðar­strönd og ör­bylgju­sam­bönd­in lögð niður.

Rarik tók yfir rekst­ur há­spennu­kerf­is­ins

Rarik tók við rekstri há­spennu­kerf­is í göng­un­um en í þeim eru fjór­ar spennistöðvar og 11 kV streng­ur á milli þeirra. Kerfið var áður í eigu Spal­ar, fyrr­um rekstr­araðila Hval­fjarðargang­anna, og sá um rekst­ur á því en um rekst­ur há­spennu­kerf­is gilda strang­ar regl­ur.

Þró­un­in hef­ur verið sú að í öðrum ís­lensk­um jarðgöng­um eiga dreifi­veit­ur spenn­ana þó að rekstr­araðili viðkom­andi ganga hafi greitt fyr­ir þá í upp­hafi. Rarik samþykkti að taka við rekstr­in­um gegn því að Vega­gerðin kostaði viðgerð á spenn­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert