Ferma má um hvítasunnuna

Kleinuhringir og makkarónur eru vinsælt góðgæti í fermingarveislum
Kleinuhringir og makkarónur eru vinsælt góðgæti í fermingarveislum mbl.is/Árni Sæberg

Opið helgihald í kirkjum landsins má hefja sunnudaginn 17. maí en án altarisgöngu. Þetta kemur fram í bréfi Agnesar M. Sigurðardóttur biskups til safnaðanna. Vegna samkomubanns hefur helgihald legið niðri en nú hafa reglur verið rýmkaðar og 50 manns mega koma saman.

„Kirkjan fer hins vegar í einu og öllu eftir reglum og tilmælum almannavarna og þríeykisins. Opið safnaðarstarf er því undir formerkjum þeirra hópa- og samskiptatakmarkana sem verða í gildi þann tíma. Og að sjálfsögðu verður tveggja metra reglan höfð í heiðri,“ segir Pétur G. Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu.

Í ár ber hvítasunnudaginn upp á 31. maí. „Áður ákveðnar fermingar um hvítasunnu mega fara fram innan þeirra marka sem að ofan greinir í samræmi við fyrirmæli yfirvalda. Að öðrum kosti ekki. Þetta þýðir að hópar barna fermast ekki á hvítasunnu en heimilt er að ferma eitt til tvö börn í sömu athöfn,“ segir biskup í bréfi sínu til safnaðanna. „Við leggjum okkur fram um að hlýða fyrirmælum yfirvalda. Verum góðar fyrirmyndir,“ segir biskup. sisi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert