Funda á ný á laugardag

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri stéttarfélagsins …
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri stéttarfélagsins á fundi hjá ríkissáttasemjara í kvöld. Boðað hefur verið til nýs fundar í deilu Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á laugardag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samningafundi Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan 18 lauk rétt eftir klukkan 21. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra ríkissáttasemjara hefur nýr fundur verið boðaður á laugardag klukkan 10. 

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í samtali við mbl.is að hún hafi ekki meira að segja að sinni, annað en að samningaviðræður haldi áfram um helgina. Gert er ráð fyrir rúmum fundartíma, eða til klukkan 17 síðdegis á laugardag. 

Ótíma­bundið verk­fall 260-270 fé­lags­manna Efl­ing­ar, sem vinna hjá Kópa­vogs­bæ, Seltjarn­ar­nes­bæ, Mos­fells­bæ og Sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi hófst á þriðju­dag.

Efl­ing hef­ur sakað Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga um að neita að gera kjara­samn­ing við fé­lags­menn Efl­ing­ar sam­bæri­leg­an þeim sem ríkið, Reykja­vík­ur­borg og Faxa­flóa­hafn­ir hafa gert við stétt­ar­fé­lagið.

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari sagði í vikunni að til  greina komi að gera samning til skamms tíma til að leysa deiluna.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert