Funda með Bretum vegna útgöngu úr EES

Fundurinn verður haldinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Fundurinn verður haldinn í gegnum fjarfundarbúnað. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fyrsti fundur samninganefnda Íslands, Noregs og Liechtenstein með Bretlandi vegna útgöngu þess síðastnefnda úr EES-samstarfinu verður haldinn síðar í dag.

Þetta staðfestir Rún Ingvarsdóttir, staðgengill upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, í skriflegu svari við fyrirspurn mbl.is vegna umfjöllunar Dagsavisen í dag um fyrsta fund EES-ríkjanna innan EFTA við Bretland, en samkvæmt Dagsavisen er um að ræða fund vegna fríverslunarsamninga milli ríkjanna.

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er tilgangur fundarins í dag að skipuleggja hvernig viðræðum um framtíðarsamband ríkjanna verður háttað.

Von er á fréttatilkynningu frá ráðuneytinu að fundi loknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert