Fundað í kjaradeilu Eflingar og SÍS

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga klukkan 18:00 í kvöld. Síðast var fundað í deilunni á mánudag en ótímabundið verkfall 260-270 fé­lags­manna Efl­ing­ar, sem vinna hjá Kópa­vogs­bæ, Seltjarn­ar­nes­bæ, Mos­fells­bæ og Sveit­ar­fé­lag­inu Ölfusi hófst á þriðjudag.

Verk­fallið hef­ur áhrif á fjóra grunn­skóla og fjóra leik­skóla í Kópa­vogi, þar sem starfs­fólk Efl­ing­ar sér um þrif.

Vegna hertra krafna um þrif í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um þurfti að loka skólunum fljótlega eftir að verkfall hófst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert