Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga klukkan 18:00 í kvöld. Síðast var fundað í deilunni á mánudag en ótímabundið verkfall 260-270 félagsmanna Eflingar, sem vinna hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ og Sveitarfélaginu Ölfusi hófst á þriðjudag.
Verkfallið hefur áhrif á fjóra grunnskóla og fjóra leikskóla í Kópavogi, þar sem starfsfólk Eflingar sér um þrif.
Vegna hertra krafna um þrif í kórónuveirufaraldrinum þurfti að loka skólunum fljótlega eftir að verkfall hófst.