Öll sem sóttu um fá störf

Garðabær.
Garðabær. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á mánudag að gera ráð fyrir því að öll þau 236 ungmenni sem sóttu um sumarvinnu hjá Garðabæ, á áður auglýstum umsóknarfresti, muni fá sumarstörf hjá bænum.

Áður höfðu 199 þeirra verið skráð á biðlista eftir störfum en Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar segir að mun fleiri ungmenni, á aldrinum 17-25 ára, hafi sótt um sumarstörf hjá Garðabæ nú en í fyrrasumar. Aukningin er sambærileg þeirri aukningu á aðsókn sem varð eftir hrun.

„Við horfum til þess að það sé mikilvægt fyrir unga fólkið að hafa störf í sumar til þess að hafa rútínu á lífinu auk þess sem við lítum svo á að við fáum ýmis verk unnin. Við erum að skoða ýmis ný störf en þetta er gríðarlegur kostnaðarauki fyrir okkur,“ segir Gunnar. Um 195 milljóna kostnaðarauka er að ræða en áður var gert ráð fyrir 120 milljóna króna launakostnaði fyrir sumarstörfin, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert