Rafrænn forsætisráðherra 17. júní

Svona verða þjóðhátíðarhöldin ekki í ár.
Svona verða þjóðhátíðarhöldin ekki í ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Menningarfulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru að bera saman bækur sínar varðandi hátíðarhöldin á þjóðhátíðardaginn og aðra viðburði í sumar.

Það auðveldar starf þeirra að í gær gaf sóttvarnalæknir það út að tveggja metra reglan væri ekki algild eftir því sem leyfðar væru stærri samkomur. Aðeins þyrfti að gæta þess að þeir sem þyrftu og vildu ættu kost á tveggja metra svigrúmi.

Brýnast er að skipuleggja hátíðahöldin 17. júní. Ljóst er að forsætisráðherra og Reykjavíkurborg munu ekki stefna fjölda fólks niður á Austurvöll, eins og lengi hefur verið siður. Ekki liggur fyrir hvernig að þessu verður staðið. Sú hugmynd hefur komið upp, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytji ávarp sitt í beinni útsendingu í sjónvarpi og fjallkonan muni sömuleiðis lesa ljóðið á þeim vettvangi.

Í Morgunblaðinu í dag segir Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, stefnt að því að færa viðburði inn í hverfin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert