Kórónuveirufaraldurinn hefur ekki breytt áformum Landsbankans um nýjar höfuðstöðvar við Hörpu.
Enn er gert ráð fyrir að þær verði teknar í gagnið árið 2022. Áætlaður kostnaður við verkið var 11,8 milljarðar samkvæmt kostnaðaráætlun frá í febrúar.
Síðan þá hefur krónan veikst um tæp 13%, sem gæti aukið kostnaðinn enn frekar.Uppgjör Landsbankans vegna fyrsta ársfjórðungs var birt í gær. Tapaði bankinn 3,6 milljörðum króna á tímabilinu, en hann skilaði 6,8 milljarða hagnaði á sama tímabili í fyrra.