Tilkynningum um heimilisofbeldi þar sem börn koma við sögu fjölgaði hlutfallslega mikið milli mánaða frá mars til apríl.
Barnavernd bárust 468 tilkynningar í apríl um 332 börn sem er næstmesti fjöldi tilkynninga á mánuði frá upphafi árs 2018.
Alls voru 220 tilkynninganna vegna vanrækslu, 135 vegna áhættuhegðunar barna og 113 vegna ofbeldis. Í 71 tilviki var barn metið í bráðri hættu. Virk mál á borði barnaverndarstarfsmanna í Reykjavík eru 2.175 talsins.
Í tilkynningu frá Barnavernd Reykjavíkur er haft eftir Hákoni Sigursteinssyni framkvæmdastjóra að þessi fjölgun sé mikið áhyggjuefni.