Hvalárvirkjun á ís vegna aðstæðna

Virkjunarsvæði Hvalár.
Virkjunarsvæði Hvalár. mbl.is/RAX

Báðum starfsmönnum Vesturverks á Ísafirði, framkvæmdastjóra og upplýsingafulltrúa, hefur verið sagt upp störfum.

Þetta staðfestir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku, stærsta eiganda Vesturverks.

Félagið var stofnað utan um fyrirhugaða virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði og aðra mögulega virkjunarkosti á Vestfjörðum. Með uppsögnunum verður uppbygging virkjunarinnar því sett tímabundið á ís.

Í samtali við Morgunblaðið segir Jóhann að uppsagnirnar hafi ekkert með kórónuveirufaraldurinn að gera. Hins vegar séu markaðsaðstæður breyttar frá því farið var af stað með verkefnið. Raforkuverð í Evrópu hafi lækkað mjög skarpt undanfarið sem geri samkeppnisstöðu íslenskra raforkuframleiðenda verri og dragi úr orkuþörf hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka