Mál bakvarðar í Bolungarvík á lokametrunum

Hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík.
Hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík.

Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum á meintu skjalafalsi bakvarðarins Önnu Auroru Waage er á lokametrunum. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum.

Greint var frá því í Mannlífi í dag að málið hefði verið sent saksóknara. 

Karl Ingi segir hins vegar að rannsóknin sé á lokametrunum og því ekki búið að senda það áfram.

Anna Aurora starfaði sem bakvörður í heil­brigðisþjón­ustu á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Bergi í Bol­ung­ar­vík í byrjun apríl, þar sem hún var hand­tek­in, sökuð um að hafa fram­vísað fölsuðum gögn­um og mis­farið með lyf. Hún seg­ist vera alsak­laus og hún hafi ekk­ert að fela. Hún seg­ist jafn­framt hafa verið meðhöndluð eins og stór­glæpa­maður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert