Skrá sig aftur í fullt starf á vinnumarkaði

Vinnumálastofnun.
Vinnumálastofnun. mbl.is/​Hari

Vinnumálastofnun (VMST) er að safna upplýsingum um hversu margir hafa farið úr hlutabótaleiðinni síðustu daga við endurræsingu fyrirtækja.

Síðastliðinn mánudag hækkuðu fjöldamörk samkomubanns úr 20 í 50 manns. Með því var hægt að opna framhaldsskóla og háskóla. Þá gátu fyrirtæki sem veita ýmsa þjónustu á ný tekið á móti viðskiptavinum, til dæmis hárgreiðslustofur. Með því gátu viðkomandi starfsmenn farið aftur í fullt starf á ný.

Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir mega ætla að margt starfsfólk hætti á hlutabótaleiðinni í byrjun mánaðarins. Þar með talið í verslun, ýmsum þjónustustörfum, eins og sjúkraþjálfun, hárgreiðslu og fleiri greinum. Fjöldinn liggi hins vegar ekki fyrir.

Hins vegar megi gera ráð fyrir að áfram verði margir í ferðaþjónustu á atvinnuleysisskrá. Nú sé verið að setja kraft í að afla upplýsinga frá þátttakendum í þessu úrræði um hvenær því muni ljúka, hvort breytingar verði á starfshlutfalli og annað sem skiptir máli í þessu samhengi. Alls sóttu um 36 þúsund manns um hlutabætur í kórónukreppunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert