Fengu nýja landamærabifreið vegna Schengen

Frá afhendingu nýja landamærabíls lögreglunnar.
Frá afhendingu nýja landamærabíls lögreglunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra afhenti lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nýja landamærabifreið í gær. Bæði dómsmálaráðuneytið og innri öryggissjóður lögreglunnar standa straum af bifreiðinni, að sögn Áslaugar.

Bifreiðin er býsna tæknivædd og sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Hún er komin hingað til lands vegna kröfu frá Schengen um eflt eftirlit á höfnum höfuðborgarsvæðisins og Reykjavíkurflugvelli, að sögn Áslaugar.

„Hér er um að ræða eina bifreið sem getur sinnt öllum þeim kröfum sem eru um landamæraeftirlit á stór-höfuðborgarsvæðinu. Fyrir örfáum árum gerði Schengen úttekt hérlendis sem hafði í för með sér athugasemdir um eftirlitið.

Ákveðið var að bregðast við athugasemdunum með einni bifreið sem gæti þá sinnt landamæraeftirliti með öflugum hætti hér á stór-höfuðborgarsvæðinu og hjálpað til í löggæslu þegar farið er að athuga ferðaskilríki og annað,“ segir Áslaug í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert